news

Vinnstaðaheimsókn - Fjölbrautaskóli Snæfellinga

29. 06. 2017

Amma hans Viktors, Arna Mjöll og mamma hans Alexanders Orra hún Kristín Lilja buðu okkur í sameiginlega heimsókn til sín í FSN - Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar voru margir krókar og kimar að skoða.

Eftir heimsóknina spurðum við börnin hvað þau hefðu séð. Þetta voru svörin:

Vorum að skoða, skoða vinnuna sem amma vinnur í, fórum í geymsluna, ræktina, sáum froskar í búri, sáum kúluspil en ekki kúlur, fengum jarðaber, saltstangir, peru og bláber, það var gaman að vera uppi.

© 2016 - 2020 Karellen