Rósa, María, Einar og Ingibjörg foreldrar Sævars, Ólafs, Alexanders og Kristjáns buðu okkur í heimsókn til sín upp í Grunnskóla og einnig á Eldhamra, 5 ára deild leikskólans. Þar fengum við ís og kynntumst skólastarfinu mjög vel sem undirbýr nemendur fyrir hvað koma skal.
Þetta höfðu börnin að segja eftir heimsóknina:
Hitti pabba í pabbavinnu, fengum ís, fórum í ipad, æfðum okkur að telja með perlum, fórum í stafaspil, mamma var í mörgæsabúning, sáum flott hús, löbbuðum í stiga, fórum inn í skólastofu.