Ferlimöppur

Ferlimappa

Farið var af stað með þróunarvekrefnið Ég og leikskólinn minn við Leikskólann Sólvelli árið 2004. Verkefnið var hluti af námi í stjórnun við KÍ sem Sigríður Herdís þáverandi leikskólastjóri stundaði. Markmiðið með möppunum er að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis.

Lýsing

Ég og leikskólinn minn er ferlimappa sem er útbúin fyrir hvern nemanda í upphafi leikskólagöngu. Nemandinn fær möppuna þegar hann byrjar í leikskólanum og fylgir hún honum í gegnum leikskólanámið. Í möppuna eru settar ýmsar upplýsingar um barnið:

  • Í möppunum eiga að vera:
    • Myndir úr starfinu
    • Myndir af starfsfólki
    • Skrifa um sérstaka viðburði og setja myndir emð
    • Leikferlið – mynda allt ferlið og spurningar
    • Afmælismyndir og spurningar
    • Teikningar
      • Ég sjálf/ur (í september og apríl)
      • Fjölskyldan mín (í september og apríl)
      • Fyrsta myndin mín í leikskólanum
  • Gullkorn – skemmtilegar setningar eða uppákomur sem gaman er að rifja upp síðar
  • Námsmat aftast í möppu

Með því að halda ferlimöppu fyrir hvern nemanda eiga leikskólakennarar auðveldara með að halda utan um þroska og skólagöngu hans í leikskólanum. Ferlimappan gefur foreldrum kost á að fylgjast með þroska og skólagöngu barnsins. Samskipti við heimili eflast þar sem foreldri getur gengið að upplýsingum um barn sitt í leikskólanum og allt er skráð á einn stað. Með því að halda ferlimöppu er hægt að gera ráðstafanir ef um þroskafrávik er að ræða. Nemandinn er mældur á eigin forsendum en ekki borinn saman við aðra. Matið er einstaklingsmiðað en ekki hópmiðað. Framfarir eru skoðaðar.

Ferlimöppuna skal senda heim í foreldraviðtali á vorönn og henni skilað aftur viku síðar.