Í þessari viku hófst starfið aftur hjá okkur eftir sumarfrí og hefur allt farið rólega af stað. Börnin voru áhugasöm um að sjá hver staðan væri á ræktunninni í gróðurhúsinu. Svetlana, sem hefur yfirumsjón með gróðurhúsinu, fór með þau í nokkrum hópum að skoða gúrkuna sem var tilbúin. Þau tóku hana með sér inn, skáru hana niður og borðuðu með bestu lyst. Einnig er farið að sjást í brokkolí, kartöflur, tómata og graslauk og verður spennandi að fylgjast með því næstu vikurnar.
Með bestu kveðju,
Starfsfólk Sólvalla