Jóga

Við á leikskólanum Sólvöllum eru með jóga í dagskipulaginu okkar í hverri viku hjá Ugludeild og Drekadeild en einu sinni í mánuði þar sem allar deildirnar koma saman.

Skipulag hvers tíma er hengt upp á vegg og farið yfir með þeim hvað við gerum í tímanum. Við byrjum á öndunaræfingu, teygjur og liðkun á líkamanum okkar svo hann vakni, hreyfileikur, jógastöður og teygjuæfingar. Svo er hugleiðsla og slökun þar sem við annað hvort hlustum á hugleiðslu eða Elísabet les hugleiðslusögu og börnin liggja eða sitja á meðan. 

Þau eru svo dugleg að reyna að gera stöðurnar og mörg börnin farin að geta þær stöður sem við höfum æft okkur í síðan í ágúst. Þau eru líka að æfa sig í að liggja kyrr og hlusta. Það þarf mikla þolinmæði í það. 

Leyfi nokkrum myndum að fylgja.