Jól í skókassa

Í ár tóku allar deildir leikskólans þátt í verkefninu Jól í skókassa. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem felst í því að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Kassarnir verða svo sendir áfram til Úkraínu.

Eldri nemendur leikskólans fengu fræðslu um afhverju við værum að gera jólagjafir fyrir börn í Úkraínu. Verkefninu lauk svo með því að á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við með kassanna til Salbjargar og Önnu sem færðu börnunum smákökur fyrir.