Þakkarbréf

Bambahúsið á leikskólanum Sólvöllum
Bambahúsið á leikskólanum Sólvöllum

Kæra Kvenfélagið Gleym mér ei og Foreldrafélag leikskólans Sólvalla

Við á leikskólanum Sólvöllum viljum færa ykkur innilegar þakkir fyrir ykkar rausnarlega stuðning og frábæra samvinnu sem gerðu okkur kleift að láta Bambahúsið og sveitagarðinn verða að veruleika.

Bambahúsið, sem sameinar gróðurhús og hænsnakofa, er dýrmæt viðbót við leikskólalóðina og mun nýtast okkur á fjölbreyttan hátt í leik og starfi. Börnin fá tækifæri til að kynnast náttúrunni, dýrum og ræktun á lifandi og skemmtilegan hátt – sem styrkir um leið sjálfbærni og umhyggju fyrir umhverfinu.

Við erum afar þakklát fyrir að eiga svo öflugan bakhjarl í ykkur og hlökkum til að sjá Bambahúsið og sveitagarðinn okkar blómstra á komandi árum.

Að auki styrkti Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi okkur með viðbótar upphæð sem studdi enn frekar við uppbyggingu á sveitagarðinum okkar.

Okkar bestu þakkir,
Starfsfólk leikskólans Sólvalla