Elísabet Kristín Atladóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Sólvalla. Hún er fædd og uppalin á Suðurlandi en hefur búið í Grundarfirði frá árinu 2011. Elísabet er með MT. og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður við leikskólanna hér í Grundarfirði, hún var deildarstjóri á Sólvöllum frá árinu 2016-2019 og kennari á Eldhömrum frá árinu 2020-2023. Frá árinu 2023 hefur hún starfað í Grunnskóla Grundarfjarðar.
Helstu verkefni Elísabetar á leikskólanum munu vera að sjá um sérkennslu, farsæld barna og stjórnun auk þess sem hún mun vera faglegur leiðtogi yfir útikennslu í leikskólanum.
Elísabet tekur við starfi aðstoðarleikskólastjóra í júní og bjóðum við hana velkomna til okkar á Sólvelli!