Bókapokar

Við tókum í gagnið um daginn 3 bókapoka fyrir foreldra og börn til að taka með heim og eiga gæðastund með foreldrum. Í dag bættust við tveir pokar til viðbótar svo í heildina eru þeir orðnir 5. Pokarnir eru fyrir tungumálin í leikskólanum okkar og er hvetjandi til lesturs. Við vitum að það er mikilvægt að lesa fyrir börn, því lesturinn eykur þekkingu og færni barna til að tileinka sér tungumálið. Börn sem hlusta á bóklestur fá tækifæri til að upplifa og heyra orð og hvernig þau eru notuð í texta. Bóklestur sýnir börnum einnig hvernig eitt orð getur haft fleiri en eina þýðingu einfaldlega eftir því í hvaða samhengi það er notað. Við erum með lestrarstundir á leikskólanum á hverri deild á hverjum degi fyrir öll börnin og því ákváðum við að það væri frábært tækifæri fyrir börn að ýta undir lestur heima. Reglulega verður skipt út bókunum í pokunum svo fjölbreyttnin verður mikil líka auk þess að börnin fá að velja í pokana til þess að fara eftir áhugasviði þeirra.

Bókapokarnir hanga í fataklefanum okkar og skráningablaðið er á töflunni fyrir ofan. Þið skráið nafn barnsins og númerið á bókapokanum, einfaldara getur það ekki orðið.