Dagur leikskólans

Nemendur á Uglu og músadeild fóru í fyrirtækið G.Run og gáfu þeim listaverk.
Nemendur á Uglu og músadeild fóru í fyrirtækið G.Run og gáfu þeim listaverk.

Haldið var upp á dag leikskólans á Sólvöllum þann 6. febrúar. 

Nemendur fóru í gönguferð í nokkur fyrirtæki og gáfu þeim listaverk sem nemendurnir á deildunum höfðu gert.

Einnig var nemendum boðið upp á ís eftir kaffitímann í tilefni að deginum okkar hér á Sólvöllum.