Dagur leikskólans 2025

 

Í dag, sjötta febrúar, er dagur leikskólans. Á þeim degi stofnðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Markmið með Degi leikskólans er að stuðla að jákværi umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem fer fram í leikskólum landsins á hverjum degi.

Einkunarorð Dags leikskólans eru nú, eins og ævinlega: Við bjóðum góðan dag alla daga!

Starfsfólk og nemendur á Leikskólanum Sólvöllum undirbjuggu listaverk og spurðu börnin nokkrra spurninga um leikskólann, til dæmis „Hvað finnst þér gaman að gera í leikskólanum?“ og „Hvað er leikskóli?“ Afrakstur þessara vinnu, ásamt myndum frá starfinu, verður til sýnis í gluggum leikskólans næstu daga í tilefni þessa dags og til að sýna frá öllu því skemmtilega starfi sem hér fer fram.

Hvetjum alla til að kíkja við og skoða afraksturinn.