EM handboltadagur

Miðvikudaginn 24. janúar var Ísland að keppa við Austurríki á EM í handbolta. 

Nemendur og starfsfólk ákvað að taka þátt í því að styðja strákana með því að klæðast í bláu, hvítu eða rauðu og horfa saman á leikinn. 

Nemendum fannst þetta virkilega gaman og voru áhugasamir um leikinn og allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndinni.