Nú er grænfánastarf komið á fullt í leikskólanum og grænfánanefnd tekið til starfa.
Þrír fulltrúar starfsfólks starfa í nefndinni en auk þess var lýðræðisleg kosning á Uglu- og Drekadeild um fulltrúa í nefndinni. Þrír fulltrúar er frá Drekadeild og tveir fulltrúar frá Ugludeild.
Í morgun mætti nefndin svo til fundar og ákváðu saman þemu fyrir veturinn, við munum vinna átthagar- og landslag auk loftlagsbreytinga.
Spennandi vinna framundan hjá okkur en við höfum þegar hafið vinnu við að verða umhverfisvænni og sjálfbærari leikskóli.
Hlökkum til að segja ykkur meira frá grænfánastarfinu okkar í vetur!