Hænur á leikskólanum

Þann 24. september fór allur leikskólinn í göngutúr í grenjandi rigningu heim til Ellu og Kidda með hjólbörur og búr. Á dagskránni var að sækja fjórar hænur. Um morguninn undirbjó Drekadeild hænsakofann fyrir hænurnar svo allt væri tilbúið fyrir þær. Þegar til Ellu og Kidda var komið fengu börn og kennarar að sjá hænsnakofann sem þær bjuggu í og sótti Anna Kisly hænurnar hverjar á eftir annarri með aðstoð barnanna og setti þær í búrið svo þær kæmust öruggar í nýja hænsnakofann sinn. Áður en lagt var af stað til baka fengum við ávexti. Börnin voru viðstödd þegar hænurnar voru settar inn og byrjuðum við strax í dag að kíkja á þær, taka til hjá þeim og opna lúguna þeirra svo þær kæmust út. Sett var upp skipulag svo deildarnar fá að kíkja á þær á hverjum degi til þess að hjálpast að við að hugsa um þær. Seinna meir kemur skráning fyrir foreldra sem vilja kíkja á þær um helgar og í fríum og hjálpa okkur að hugsa um þær. 

Við erum mjög þakklát Ellu og Kidda fyrir að gefa okkur hænur.