Náttfata- og bangsadagur

Í gær 27. október var alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur hér á Sólvöllum. 

Nemendur og starfsfólk mættu í náttfötum og bangsar voru sérstaklega velkomnir með þennan dag. 

Í tengslum við þennan dag unnum við samstarfsverkefni með heilsugæslunni, þar sem bangsarnir fóru með í heimsókn á heilsugæsluna.  Misjafnt var hversu mikið þurfti að hlúa að böngsunum, aðrir fengu bara skoðun meðan sumir þurftu plástur líka.

Við þökkum starfsfólki HVE í Grundarfirði kærlega fyrir góðar móttökur!