Opið hús

Í gær var opið hús í leikskólanum. 

Haldin var sýning á verkum nemenda auk mynda frá starfinu hjá okkur. Gaman var að sjá hvað mikið hefur verið um fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá okkur í vetur.  

Auk þess sem boðið var uppá jólaföndur; að mála piparkökur, skreyta jólaskraut og setja negul í mandarínu. 

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna til okkar í gær!