Tímalína - þemalok

Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna með verkefnið "hver er ég?" samkvæmt skipulagi á tímalínu. 

Aðaláherslan var á börnin sjálf sem einstaklinga og fjölskyldur þeirra, meðal verkefna voru: 

Á uglu- og drekadeild unnu börnin með ungbarnamynd og mynd í dag. Börnunum fannst gaman að skoða myndir af sér og út frá því komu líflegar og skemmtilegar umræður. Börnin gerðu hús úr íspinnaprikum og teiknuðu fjölskyldu sína inní. Í samverustundum á Drekadeild var unnið með nöfn allra fjölskyldumeðlima auk heimilisfangs (sem tengist líka í næsta þema). Lesnar voru bækur sem tengdust fjölskyldum. 

Nemendur teiknuðu sjálfsmynd og fjölskyldumynd sem settar eru í ferlimöppu nemenda, en þetta verkefni er gert árlega og með þeim getum við metið teikniþroska nemenda sem þroskast eftir ákveðnu ferli. 

Leikur tímabilsins var standa, sitja, sjá hér https://leikjavefurinn.is/standa-sitja/ 

Á músadeild voru settar upp myndir af fjölskyldu barnanna, í þeirra hæð. 

Lubbastafir/málhljóð tímabilsins voru Ö og K - við unnum með málhljóðin á fjölbreyttan hátt eftir aldri og getu barnanna. Bæði í markvissum lubbastundum og einnig í gegnum umræður sem fléttast inní aðrar athafnir og stundir dagsins. 

Næsta þema er heimabyggðin mín með áherslur á Grundarfjörð, húsið mitt og Kirkjufell - að sjálfsögðu er lag tímabilsins "Grundfirðingar erum við" :)