Útikennsla

Eitt af markmiðum okkar í umbótaáætlun leikskólans fyrir skólaárið var að auka útikennslu í leikskólanum. Það hefur svo sannarlega verið nóg um að vera í útikennslu hjá okkur í haust og veðurblíðan leikið við okkur flesta daga. Við erum heppin með nærumhverfið okkar sem bíður uppá fjölda tækifæra til útináms. Við höfum einnig verið að vinna með átthaga og nærumhverfið, m.a. skoðað húsin okkar og Drekadeild hefur verið að skoða örnefni í nærumhverfinu. 

Í vikunni fór Ugludeild í fjöruferð og Drekadeild fór í skógræktina sem var ósk nemenda að fá að fara þangað og kíkja á álfasteininn sem börnin fundu þegar farið var í berjamó í upphafi haustsins. Þá voru álfunum færð ber og að þessu sinni vildu börnin færa þeim appelsínu. Boðið var uppá heimagerð grænmetisbuff frá Gyðu matráð í skógræktinni áður en haldið var aftur í leikskólann.