Í Leikskólanum Sólvöllum er mikið lagt upp úr góðu samstarfi við foreldra og eru foreldrar alltaf velkomnir að tala við okkur og velkomnir í heimsókn. Við leggjum áherslu á trúnað um allar upplýsingar er varða börn og foreldra í leikskólanum. Allt starfsfólk undirritað þagnarheit sem helst þó látið sé af störfum. Fastir liðir í foreldrasamskiptu eru eftirfarandi:
Við notum samskiptaforritið Karellen til að skrá mætingu barna svo kennara viti alltaf nákvæman fjölda barna á deildum. Þar eru einnig skráðar helstu upplýsingar um barn auk bráðaupplýsingar. Í gegnum forritið geta foreldrar og starfsfólk leikskólans sent skilaboð sín á milli. Hægt að skrá fjarvistir auk þess að reglulega sendir leikskólinn myndir úr leik og starfi.
Við erum með tvö foreldrasamtöl yfir skólaárið. Fyrra samtalið er að hausti þar sem farið er yfir áherslur deildarinnar og hægt að ræða upplýsingar sem skipta máli fyrir leikskólagöngu barnsins. Að voru er einstaklingsmiðuð samtöl þar em farið er yfir stöðu og líðan barnsins í leikskólanum. Í samtalinu fá foreldrar ferlimöppu barnsins til skoðunar í nokkra daga.
Þátttaka foreldra er mikilvæg fyrir skólasamfélagið og er við leikskólann starfandi bæði foreldraráð og foreldrafélag. Nánari upplýsingar um það má finna hér inná heimasíðunni.