29.04.2025
Elísabet Kristín Atladóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Sólvalla.
15.04.2025
Í dag er síðasti dagur fyrir páskafrí.
Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið eigið ánægjulegt páskafrí.
Leikskólinn opnar aftur 22. apríl.
Páskakveðja,
Starfsfólk Sólvalla
10.04.2025
Í dag fengum við boð um að koma sem áhorfendur á generalprufu fyrir árshátíð grunnskólans sem fer fram síðar í dag.
Við þökkum kærlega fyrir gott boð.
Börnin voru til fyrirmyndar og fylgdust spennt með atriðunum.
06.02.2025
Í dag, sjötta febrúar, er dagur leikskólans. Á þeim degi stofnðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Markmið með Degi leikskólans er að stuðla að jákværi umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem fer fram í leikskólum landsins á hverjum degi.
Nemendur og starfsfólk leikskólanum settu upp listaverk og má sjá afraksturinn í gluggum leikskólans næstu daga.